Skip to Content

Upplýsingar um heimasíðuna og ættarmótsnefndina

Þessi vefsíða var upphaflega sett upp fyrir ættarmót Færseth fjölskyldunnar sem á að halda í lok júní á Siglufirði sumarið 2012.  Þegar vinna við síðuna hófst kom í ljós að sameiginlega áttum við mikið af upplýsingum um fjölskylduna og töluvert af efni.  Má þar fyrst nefna ítarlega ættartölu sem Susan Ann Björnsdóttir eiginkona frænda okkar Guðlaugs J Færseth hafði tekið saman og sett upp með mjög aðgengilegum hætti.  Þegar hún sendi okkur þessar upplýsingar kom í ljós að skráin var uppfærð alveg til dagsins í dag.  Með þessa ítarlegu samantekt í höndunum kviknaði sú hugmynd að setja ættartöluna inn í ættarskrá.  Við athugun kom í ljós að til var módúll í Drupal vefumsjónarkerfinu sem býr til ættartré. Var því ákveðið að nýta þetta tvennt, upplýsingarnar frá Susan og kerfið í Drupal og setja upp öfluga fjölskyldusíðu. 

Öll uppsetning, útlit og frágangur vefsíðunnar hefur verið í höndum Einars Páls Svavarssonar eigand vefsíðufyrirtækisins Emstrur sem sérhæfir sig í Drupa vefsíðum.  Innsetning á efni hefur verið í höndum nefndarinnar sem undirbýr ættarmótið og hefur nefndin þannig myndað eins konar ritstjórn heimasíðunnar.   Í nefndinni er einn fulltrúi frá hverju systkini af börnum þeirra Pálínu og Einars Færseth.  Nefndin hittist fyrst á vormánuðum árið 2011 og ætlaði að halda ættarmót sumarið 2011.  Í ljós kom að tíminn var of skammur og var ákveðið að halda ættarmótið árið 2012.  Nefndin hittist nokkrum sinnum á árinu 2011 og mun hittast nokkuð reglulega fram í júní til að klára skipulag og undirbúning fyrir ættarmótið. 

Þeir sem hafa hugmyndir sem þeir vilja koma á framfæri við nefndina varðandi ættarmótið eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við tengiliðinn sem tilheyrir þeim gegnum eitt af börnum Pálínu og Einars. Samanber listinn hér að neðan.

Varðandi heimasíðuna er rétt að fram komi að allir geta sent beiðni um breytingar og lagfæringar á sínum upplýsingum, bæði texta og myndum.  Þeir sem hafa slíkar upplýsingar eða beiðnir um lagfæringar fyrir heimasíðuna eru einnig beðnir að hafa samband við einhvern nefndarmanna.  Einnig væru greinar og gamlar myndir vel þegnar.  Þá er alltaf skemmtilegt að fá ábendingar um einstaklinga í fjölskyldunni sem eru að gera áhugaverða hluti til þess að setja í fréttir.  Og ekki hvað síst, upplýsingar um einstaklega sem fæðast inn í fjölskylduna.

Að öðru leyti er það von nefndarinnar að allir verði ánægðir með heimasíðuna og uppgötvi einhverja sem þeir þekkja í sínum stóra frændgarði.   Eftir að ættarmótinu núna í sumar lýkur mun heimasíðan halda áfram og mun um ókomna framtíð geyma upplýsingar um afkomendur Pálínu og Einars.  Í tímas rás mun hún væntanlega stækka og upplýsingar aukast. 

Ritstjórn vefsíðunnar og nefndin sem skipuleggur mótið í sumar.

 

Björg Linda Færseth: bfaerseth@mitt.is - Sími 8465130

Einar Páll Svavarsson: einar@emstrur.is - Sími 8632139

Guðlaugur J. Gunnlaugsson
; gullijg@internet.is - Sími 6154539

Jóhann Már Berry: johannmar@hotmail.com - Sími 847 6621

Lilja Klein: klein@simnet.is

Pálína Færseth:davide@hive.is - Sími 8673397

Sóley Björg Færseth: solthor@simnet.is

Sólrún B. Færseth: sfaerseth@simnet.is - Sími 891 9958

Steingrímur Færseth: faerseth@internet.is - Sími 6926339

Þorsteinn Þorgeirsson: steini@alp.is