Skip to Content

Johanndine Færseth

Johanndine Amelie Færseth, F
Skoða forfeður      Skoða afkomendur


Maki:

Ingimundur Ólafsson, M
Skoða forfeður      Skoða afkomendur

  • Fæðingardagur: 1926-12-19
  • Fæðingarstaður: Reykjavík
  • Dánardagur: 2004-06-02
  • Dánarstaður: Reykjavík

Sameiginleg börn eiga: Johanndine Amelie Færseth and Ingimundur Ólafsson:

Nafn:Kyn:Fæðingadagur:Dánardagur:
Ólafur Ingi IngimundarsonM1950-07-15          

Maki:

Sigurður K Eiríksson, M
Skoða forfeður      Skoða afkomendur

  • Fæðingardagur: 1929-09-08
  • Fæðingarstaður: Sandgerði

Sameiginleg börn eiga: Johanndine Amelie Færseth and Sigurður K Eiríksson:

Nafn:Kyn:Fæðingadagur:Dánardagur:
Sóley Björg FærsethF1957-11-28          
Erla Ósk Sigurðardóttir FærsethF1959-03-23          
Sigríður Hanna SigurðardóttirF1961-01-08          
Petrína Freyja SigurðardóttirF1963-01-17          
Einar SigurðarsonM1965-07-09          
Drengur SigurðarsonM1966-10-281966-10-28

Hún Jóhanndine,Jónda, fæddist á Siglufirði rétt fyrir kreppuna miklu. Jónda fékk snemma áhuga á íþróttum og  voru boltaleikir hennar áhugamál. Hún æfði handbolta með KÞ á sínum tíma og stóð í marki hjá þeim. Enn í dag eru boltaleikir hennar aðal áhugamál og í dag nærri 85 ára, er hún áskrifandi að Enska boltanum. Hún heldur með ManU og missir ekki af leik með þeim. Þegar ManU spilar setur hún upp ManU húfuna og treflilinn, heldur utanum ManU púðan og drekkur kaffið úr Manu krúsinni. Á uppvaxtar árum sínum á Sigló komst hún Jónda ekki hjá því að salta síld, sem henni þótti ekki skemmtilegt. Fyrst þegar hún fór frá Sigló réð hún sig sem vinnukona í sveit. Í sveitinni var tekið eftir höndunum hennar Jóndu sem voru svo litlar en samt svo ótrúlega strekar. Eitt sumar var hún kokkur á bát sem réri frá Þórshöfn. Síðar flytur hún til Reykjavíkur og fór í Iðnskólann. Eftir skólann vann hún á Sóttvarnarheimilinu. Í Reykjavík kynntist hún Ingimundi og eignast með honum einn son. Eftir skilnað fer Jónda sem vinnukona með vegavinnuflokki og þar kynnist hún Sigga og á með honum sex börn. Jónda og Siggi hófu búskap í Keflavík og bjuggu þar til ársins 1966 þegar þau flytja í Garðabæinn, þar hefur Jónda búið alla tíð síðan. Fyrstu árin í Garðabænum sinnti hún Jónda heimilisstörfum af miklum brag og hugsaði um börn og ekki bara sín börn, það voru alltaf aukabörn sem Jónda var að passa. Þegar við systkinin komumst á unglinsár fór Jónda að vinna utan heimilisins fyrst sem starfsstúlka á Vífilstöðumm, nokkur ár vann hún í Kaupfélaginu við afgreiðslustöf og síðustu árin á vinnumarkaðnum tók hún að sér rekstur Safnaðarheimilisins í Garðabæ.

Í dag býr hún Jónda ein, ekki hringja í hana þegar ManU er að spila. Hún er upptekin.