Skip to Content

Fréttir og frásagnir af meðlimum fjölskyldunnar

 • 07. Nov - 01:02 Johanndine Amelie Færseth frænka okkar látin 85 ára gömul

  Í gær lést Johanndine Amelie Færseth frænka okkar 85 ára gömul. Johanndine hafði átt við veikindi að stríða undanfarna mánuði sem hún barðist við fram á síðustu stundu af sinni alkunnu seiglu. Þrátt fyrir að nokkuð væri að henni dregið í sumar fengum við notið þeirrar ánægju að hafa hana með okkur á ættarmótinu. Það fór ekki framhjá neinum sem var á ættarmótinu hversu mikla ánægju og gleði hún hafði af þeirri helgi, eins og við öll

 • 08. Aug - 12:36 Lagfæringar og viðgerðir á leið þeirra Pálínu og Einars Færseth

  Í ár eru liðin tæplega 60 ár síðan Einar Færseth var jarðsettur í Fossvogskirkjugarðinum og 33 ár síðan Pálína var jarðsett. Á þeim tíma hefur leiðið nokkuð látið á sjá eins og önnur leiði í kirkjugarðinum. Þeir sem hafa lagt leið sína um garðinn á undanförum árum hafa líklega tekið eftir að margir eru að gera

 • 03. júlí - 08:58 Vel heppnuðu ættarmóti og fjölskylduhátíð lauk á sunnudag

  Þá er lokið öðru stóra ættarmótinu sem við í Færseth fjölskyldunni höfum haldið til þessa. Ekki verður annað séð en að flestir hafi skemmt sér vel og notið samverunnar. Í þessari stóru fjölskyldu voru margir að hittast í fyrsta skipti og margir að endurnýja kynni sín við frændfólkið frá fyrri tíð.

 • 29. júní - 15:24 Ættarmótið að hefjast -

  Núna í dag er loksins komið að ættarmótinu.  Nokkrir í undirbúningsnefndinni komu í gær og hófu undirbúning.  Í dag föstudag er gestum að fjölga.  Veðurútlit er mjög gott og hefur stöðugt batnað og stefnir í glampandi sól á morgun og fram eftir kvöldi.  Allur undirbúningur varðandi dagskrá og mat er að ganga upp og stefnir allt í skemmtilegt og ánægjulegt ættarmót hér á Siglufirði

 • 10. júní - 13:52 Nú þegar hafa 110 einstaklingar skráð sig á ættarmótið

  Núna styttist óðum í ættarmótið í lok mánaðarins og eftirvæntingin og undirbúningurinn í algleymingi. Nú þegar hafa 110 einstaklingar skráð sig til þátttöku, þar af eru tæplega 30 börn og unglingar. Undirbúningsnefndin e því vongóð um að ná því markmiði að þátttakan fari yfir 150 manns. Síðasti dagur skráningar er 24. júní og er æskilegt að allir sem hafa ákveðið ...