Skip to Content

Færseth fjölskyldan - afkomendur Pálínu- og Einars Færseth

Árið 1915 hittust þau Pálína Sæby og Einar Færseth á Siglufirði. Pálína var þá 17 ára gömul siglfirsk ungmey í föðurhúsum og Einar 25 ára sjómaður og farandverkamaður. Níu mánuðum síðar eignast Pálína frumburðinn Björgvin Viktor Færseth. Nokkrum misserum síðar gengu þau í hjónaband og saman eignuðust þau 14 börn. Tvö létust í æsku en hin 11 komust öll á legg. Óli Jóhann næstelsti sonur þeirra drukknaði þegar hann var aðeins tuttugu og eins árs árið 1939. Í dag tæplega öld eftir að þau Pálína og Einar hittust eru afkomendur þeirra orðnir 320. Færseth fjölskyldan er ósköp venjuleg íslensk fjölskylda en þó óvenjuleg þar sem við eigum sterkar norrænar rætur. Þessi vefsíða er sett upp í minningu þeirra mætu alþýðuhjóna sem sannarlega máttu þola mikla erfiðleika, sorg , mótlæti, djúpa kreppu og atvinnuleysi. En þau áttu líka kraftmikinn vilja og duglegan og glaðbeittan barnaskara. Og börnunum ásamt uppsveiflum í atvinnulífi fylgdi líka mikil gleði og miklir möguleikar. Möguleikar til að bæta lífið og sigrast á erfiðleikunum. Bæði persónulegum- og samfélagslegum erfiðleikum. Þegar upp er staðið getum við öll litið til þeirra beggja með virðingu og þakklæti fyrir þá góðu arfleifð sem þau skiluðu til okkar.

Jódís
Elín
Bjögvin
Lilja
Guðfinnur
Einar
Einar
Kristján
Emelía
Tinna
Urður
Arnþór
Elías
Arnfríður
Birgitta
Eiríkur
Ófeigur
Fannar
Owen
Sigríður
Hlíf
Esra
Kristófer
Jóhanndína
Annika
Jenný
Ásdís
Amelía
Hulda
Pétur
María
Emilía
Kristinn
Guðlaugur
Aþena
Hulda
Katla
Íris
Sædís
Einar
Andrea
Jóhann
Emily
Svanhildur
Sonja
Iðunn
Óli
Atli
Andreas
Ómar
Óskar
Jóhannes
Íris
Ægir
Súsanna
Sigríður
Elías
Helga
Jónína
Viktor
Helgi
Andrea
Inger
Geirmundur
Míranda
Óli
Hróbjartur
Hafþór
Emma
Úlfar
Aníta
Guðlaugur
Karl
Hlíf
Ólafía
Óðinn
Magnús
Elín
Anna
Helga