Skip to Content

Í leit að Færseth jörðinni: Ferð Jónínu og Bjargar Færseth með föður sínum Andreasi Færseth til Vega árið 2007

Björg Linda Færseth

Loksins, loksins þá var komið að því þann 25. maí 2007 flugum við Andreas, Jónína og Björg Færseth frá Íslandi til Ósló á leið okkar til Vega.  Við áttum flug strax til Trondheim og lentum þar seinni partinn þar sem við tókum bílaleigubíl.  Við keyrðum strax á stað með GPS tæki í farabroddi og stefnan var tekin á Namsos þar sem við ætluðum að gista á leið okkar til VEGA.  Eftir góðan morgunmat á hótelinu Tinos daginn eftir héldum við áfram för okkar til Bronnoysund leið 17 meðfram ströndinni.  Þar voru fjöllin, tréin og vötnin í algleymingi. Nú kom GPS tækið sér vel, sérstaklega þegar skilboð komu um 12 km áður en við komum að Vennesund að nú þyrftum við að keyra um borð í ferju til að komast yfir þetta fallega sund.  Hver veit nema við hefðum keyrt fram af en það var reyndar skilti sem varaði okkur við þeirri hættu og ferjan beið okkar.  Alveg ótrúlegt en satt þegar við komum að ferjubakkanum keyrðum við beint um borð.

Ferðin til Vega

Siglingin tók um 20 mínútur og því var stoppað stutt á ströndinni.  Við vorum vart sest niður þegar við vorum komin yfir.  Nú var farið að styttast til Bronnoysund og um  kl 14:30 vorum við þangað komin.  Þar sem hvítasunnan var framundan og við ekki kunnug í Vega ákváðum við að kaupa smá nesti í Remos í Bronnoysund og fylla bílinn af bensíni.  Því næst keyrðum við út á Horn (11km) til að ná í ferjuna út í Vega.  Ferjan fór kl 16:00 og við vorum nú orðin spennt að vita hvort allt stæðist áætlun.

Það var skrítið að vera komin þetta áleiðis, vorum búin að sjá þessi stóru fjöll út í sjó (gátu ekki verið á Vega) þar sem það var alltaf búið að tala um að afi væri frá þessari litlu eyju út af Noregi.  Fólk frá Noregi kannaðist ekki oft einu sinni við þessa litlu eyju.   Það var síðan Kl 15:45 sem við komum að Horni og þar beið ferjan sem átti að taka okkur út í Vega.  Við vorum rétt búin að setja í handbremsu þegar tekið var stefnan á Vega.  Við vissum að ferðin tæki um  50 mín. en eftir  20 mín  þá var komið við á þessu litla skeri.  Það var búið að tala um að Vega væri lítil en kannski ekki svona lítil.  Nú fórum við að spyrjast fyrir nei nei við vorum ekki kominn á leiðarenda.  Ferjan kom síðar inn á Igeroy við Vega og gististaðurinn okkar var i Gladstad.  Þegar við komum af ferjunni sögðum skiltin að það væru 11 km til Gladstad.  Það var farið að hvarfla að okkur að eyjan Vega væri kannski ekki þessi litla eyja við Noreg.  Hvað þá þegar þessi tvö stóru fjöll komu alltaf nær og nær þegar við nálguðumst Gladstad.  Við ætluðum aldrei að geta  fundið Vega Vertshus þar sem við ætluðum að gista.

Í leit að Færseth jörðinni

Þetta var nú ekki stór staður, þarna var kirkjan, Spar, elliheimilið, kráin en ekki Vega Vertshus.  .  Auðvita vorum við búin að keyra 3 sinnum fram hjá Vega Vertshus.  Þar fengum við tvö herbergi en því miður var allt annað lokað þar sem halda átti fermingarveislu daginn eftir.  Fengum afgreiddan mat úr glugganum á eldhúsinu þar sem verið var að skreyta salinn fyrir veisluna.  Við vildum nú vera viss um að fá mat kvöldið eftir og fórum á Vega Havhotell og pöntuðum borð þar kvöldið eftir.  Síðan lá leið okkar frá Gladstad að Færseth óðalinu og við sem vorum að spá í að skilja bílinn eftir í Bronnoysund.  Við vissum að þegar við kæmum að afleggjaranum til Vika og Eidem og þá fljótlega átti Færseth(Ferset) býlið að vera en þá voru góð ráð dýr.  Allir bæirnir voru með póstbox en engin merkt.  En vitið menn það fyrsta sem við stoppuðum við var merkt Færset, sást ekki vel, var gamalt og orðið máð.  Þar sem klukkan var orðin margt vildum við ekki keyra upp að bænum en við keyrðum þarna fram og tilbaka stoppuðum síðan við eitt útskotið og vitið hvað þar var skilti sem á stóð Færset vannet.  Höfðum heyrt að því og þar væri alveg ágæt  veiði  seinna heyrðum við að þetta væri á en ekki vatn Hvítasunnudagur á Vega, fengum þennan fína morgunmat umkringd fallegu uppdekkuðum fermingarborðum.

Við fórum síðan út á örkina, komum við á Færseth, hittum þar bóndan en hann var ekkert skildur okkur.  Hann hafði keypt jörðina af Jan Færseth og sá bjó víst skáhalt á móti gististaðnum okkar en hafði víst drukkið allt frá sér.  Síðan héldum áfram ferð okkar um þessa fallegu eyju, fengum okkur að borða nesti við Holmvatnet, töluðum við konuna í búðinni og ætlaði  hún að athuga með grafreit hennar ömmu hans pabba.  Trond sem rekur gististaðinn sem við erum á tók allar upplýsingar frá okkur og ætlaði að spyrjast fyrir um ættina okkar.  Hver veit nema eitthvað komi út úr því. Nú líður að því að fara á Havhotell það er niður við sjó í mjög fallegu umhverfi og alveg fínasti matur.

Fréttin af Færsetunum frá Íslandi hvissast út

Konan sem þjónaði kannaðist nú við Ísland og fór að þylja upp nokkur ekki svo falleg íslensk orð. Þegar við vorum að gera upp kom til okkar norskur maður sem hafði kennt norsku við Háskóla Íslands 1997-1999 og talaði hann þessa fínu íslensku. Nú var haldið tilbaka á gististaðinn kannski fengjum við einhverjar upplýsingar.  Þetta var eins og í bíómynd, komum að herberginu allt slökkt á veitingastaðnum, ákváðum því  að taka einn hring, höldum á stað komum  fyrir hornið þar erum við erum króuð af ... vinur okkar Tond var sko með fréttir.  Síminn hjá honum hafði ekki stoppað allan daginn.  Lítil eyja, fljót að fréttast.  Fólkið var að spyrja um þessa Færsetha frá Íslandi.  Einn ættingi frá Norður Noregi hafði meira að segja hringt (Alexander Færseth kallaður Alex)  Það merkilegasta var að frændi okkar Odd Ivar Færseth ætlaði  að fara með okkur um Færset býlið morguninn eftir og sýna okkur staðinn sem gamla húsið hafði staðið á.  Það verður spennandi vá þvílíkur dagur.

Við vöknum snemma, Trönd var búin að lofa okkur góðum morgunmat og að Odd Ivar kæmi snemma. Svo fór okkur nú að lengja eftir honum en systir hans var stödd á eyjunni þar sem það var verið að ferma í fjölskyldunni.  Svo kom Odd-Ivar og fjölskyldan hans, tveir synir Ivar 4 ára og Emil 3 ára.  Systir hans Odd Ivar hafði þurft að fara með ferjunni snemma um morguninn.  Konan hans var alveg yndisleg hún vildi meina að afi hans Odd Ivars, Oddmund Færseth og pabbi væru þremeningar.  Þau höfðu ekki hugmynd um okkur Færsethana á Íslandi höfðu heyrt daginn áður af okkur frá gestum í fermingunni hjá þeim.  Konan hans Odds á dóttir Birgit 14 ára og hún var að fermast. Fólk skylt pabba hennar hafði gist á sama stað og við nóttina áður og borðuð morgunmat um leið og við . Heyrðu  okkur tala við Trond að við værum að leita af ættingjum og værum Færseth. Seinna kom í ljós að Oddmund átti bróðir í Norður-Noregi Alexander, 82 ár og hann var sá eini sem vissi af okkur en hafði ekkert verið að deila þeim upplýsingum.

Við tóftir bæjarins þar sem Einar Færseth fæddist

Í fyrstu var það konan hans Odd Ívars sem talaði og sýndi mestan áhugan.  Held að Odd Ivar hafi bara ekki trúað þessu.  Seinna þegar hann sá nafnspjaldið hans pabba með Færseth nafninu þá varð hann orðlaus og klökknaði.  Það var líka skrýtið að sjá faerseth@hotmail.com  hjá fjölskyldunni hans.  Næst var haldið á Færseth setrið og stoppað þar sem gamli bærinn hafði staðið.  Þar voru bara tóftir eftir,hann benti okkur á hvar fjósið hafði staðið og svo bærinn.  Það er mikið um mýri í Vega og ég ætlaði nú bara að taka myndir úr fjarlægð en pabbi hætti ekki fyrr en hann gat setið á tóftunum þar sem faðir hans hafði fæðst og alist upp.  Hætti ekki fyrr en hann náði að standa upp á stórum stein og flaggað þar.  Þá kom í ljós að þessi staður hafði verið fyrir ´´husmanplassen´´ og fólk þar unnið fyrir sér á jörðinni og fengið að búa þarna í staðinn.  Þessi staður á Færseth jörðinni var kallaður Van.  Hann sagði okkur síðan að húsið sem er við hliðina á fjósinu í dag á jörðinni væri yfir 100 ára gamalt og langafi hans Einar Færseth hefði búið þar.  Í upphafi var húsið stórt og mikið en seinna var helmingurinn tekinn niður og fært á móti aðalbýlinu.  Ótrúlegt en satt, sáum myndir frá því að það var í heilulagi en í dag stendur helmingurinn á samastað og það var reist en hinn helmingurinn hinum meginn við aðalveginn. Allt er nú hægt.

Pabbi spurði Odd Ivar hvort hann vissi hvernig Færseth nafnið kom til.  Hann hafði heyrt að áin Færset í upphafi verið notuð fyrir transport (samgöngur) og orðið Færset komi frá orðinu transport á norsku. Það var síðan  í lok 18.aldar að eftirnöfn í Noregi voru breytt frá því að vera samsett af fornafni föðurs og enda á sen þ.e. börn Ole fengu eftirnafnið Olsen  Þá var tekin upp ættarnöfn og margir sem notuðu bæjarnöfn þ.e. nafnið á bænum sem það bjó á sem eftirnafn.  Þar sem Færset býlið var Færset 1 og 2 og svo husmanplassen þá ákvað ættin okkar að bæta h við okkar eftirnafni til að greina okkur frá Færset.   Gamla húsið er í eign fjölskyldunnar enn þá en enginn vill hreyfa við því eða innihaldinu en þar er allt  fullt af gömlum myndum.  Það fara tvennar sögur af sölunni af Færseth býlinu úr fjölskyldunni.