Skip to Content

Ættarmót á Siglufirði

Föstudagur, 29. júní 2012 - 16:00 - Sunnudagur, 1. júlí 2012 - 14:00

Fjölskylduhátíð og ættarmótið hefst á Siglufirði.

Ættarmótið er haldið að Siglufirði við íþróttamiðstöðina að Hóli.  Þar tökum við húsið og alla aðstöðu á leigu.  Eldhús, sal, aðstöðu kringum húsið, bílastæði, tjaldstæði og hreinleætisaðstöðu.  Þetta er sami staður og hýsti okkar skemmtilega ættarmót árið 1997.

Ekki hefur verið gegnið frá endanlegri dagskrá fyrir ættarmótið í sumar.  Stefnt er að því að dagskrá verði tilbúin 1. maí og þann dag verði skráningarform komið inn á vefsíðuna.  Þá geta allir skráð sig á ættarmótið og jafnframt verða allar upplýsingar tilbúnar.

Drög að dagskrá

Föstudagurinn 29. júní

Kl. 16:00 - Svæðið opnar og allir geta byrjað að koma sér fyrir, tjalda, setja upp fellihýsi og ganga frá aðstöðu.

Kl. 20:00 - Boðið upp á fiskisúpa sem er elduð af meðlimum fjölskyldunnar.

K. 21:30 - Ættarmótið sett með formlegum hætti og skipulag kynnt.

Laugardagurinn 30 júní

Kl. 09:00 - Árrisulir meðlimir fjölskyldunnar eiga marga kosti.  Hægt er að fara í Héðinsfjörð, í sundlaug á Ólafsfirði, ganga upp að Siglufjarðarskarði, ganga inn í bæinn og margt fleira. 

Kl. 12:30 - Sameiginleg ganga fjölskyldunnar um Siglufjörð. Gengið að Sæbyhúsi sem Sæby faðir Pálínu teiknaði og byggði og hefur nú verið friðað og endurbyggt.  Sagt frá mannlífi á Siglufirði upp úr aldamótunum 1900 og sitthvað um upphaf síldarævintýrisins.
Kl. 14:00 - Síldarminjasafnið / bátasafnið skoðað.
Kl. 16:00 - Spennandi skipulagðir leikir fyrir krakka og fullorðna krakka á öllum aldri.
Kl. 17:00 - Grillmeistarar hefja störf við undirbúning máltíðar. Þeir sem vilja sækja um pláss við matargerðina eru vinsamlegast beðnir að gefa sig fram við Steingrím Færseth yffirgrillmeistara.

Kl. 18:30- Sameiginleg máltíð.  Matseðill kynntur síðar en augljóslega verður grilllað með svipuðum hætti og árið 1997 þegar yfirgrillmeistarinn sló svo rækilega í gegn með frænda sínum og aðstoðarmanni Einari Páli.

Kl. 20:00 Skemmtidagskrá með söng, samsöng og leikjum. Kosning nýrrar stjórnar til að sjá um næsta ættarmót.

Sunnudagurinn 1. júlí

Kl. 12:00 Mótsslit og kveðjuhátið. 

Íþróttamiðstöðin Hóll á Siglufirði